Mig langaði að henda hérna inn nokkrum punktum varðandi ear stretching, vil endilega hjálpa til við að vernda eyrun þarna úti ;)

Allavega, það fyrsta sem mig langar að segja er að þegar fólk ákveður að stretcha eyrun þá er þolinmæði númer 1,2 og 3! Ekki gera þetta of hratt! Það á einungis að stretcha um 1-2mm í senn og láta gatið gróa alveg á milli. Það þýðir að maður þarf að bíða helst í a.m.k. 4-5 vikur á milli! Ef að maður lætur of stuttan tíma líða á milli eykur það hættu á “blow-outi” eða að gatið verði ljótt og ójafnt.

Aðferðir við að stretcha eru misjafnar. Ef að þú ert ekki með gat fyrir þarf að byrja á því að láta skjóta/stinga svoleiðis, það þarf svo ca 2 mánuði til að gróa.
Best er að nota svo tapers t.d. úr stáli eða akríl til að stretcha.

Það er hægt að gera ýmislegt til að gera stretchið “þægilegra”, t.d. er hægt að gera það beint eftir heita sturtu því þá er húðin mjúk og teygjanleg. Það er einnig mjög gott að nota eitthvað sleipiefni, t.d. bara “fullorðins sleipiefni” eða fljótandi sótthreinsandi sápu. Það er best að setja taperinn eins langt inn og hann kemst án þess þó að það sé mjög vont. Síðan þarf að bíða eftir að eyrað jafni sig og setja hann svo lengra inn. Það getur verið hægt að setja hann alla leið strax en það getur líka tekið nokkra klukkutíma.

Uppá þægindi að gera er svo best að setja gott tunnel úr læknastáli um leið og búið er að stretcha alla leið - það eru mun meiri líkur á að gatið verði fyrir “áreiti” ef maður er með taperinn í marga daga. ATH samt að það verður að setja tunnelið strax í um leið og það er stretchað því annars getur komið bólga í eyrað og þá þarf að bíða eftir að hún minnki þar til hægt er að setja tunnelið í.

Varðandi umhirðu gatsins er best að nota sótthreinsandi sápu til að þvo það (eða bara milda barnasápu sem þurrkar ekki), svo er hægt að fá allskonar sótthreinsandi olíur og dót sem er fínt að nota. Einnig er gott að hreinsa göt og lokka uppúr saltvatni - hægt að sjóða vatn og setja sjávarsalt útí (ath ekki venjulegt borðsalt!) og hreinlega leggja eyrun í bleyti :p Það má samt ekki gera það of oft því að það getur þurrkað húðina, 1-2svar á dag fyrstu dagana eftir stretch er fínt. Ef maður nennir ekki að standa í því að blanda getur líka verið ágætt að nota linsuvökva, hann hreinsar án þess að þurrka :)
Bara alls ekki nota spritt því það þurrkar húðina!
E-vítamín olía er svo mjög góð til að nudda gatið með öðru hvoru og fínt að venja sig á að gera það reglulega til að halda eyrunum mjúkum og fínum :) (hægt að fá E-vítamín olíu í heilsubúðum)

Svo er bara að bíða eftir að eyrað grói áður en stretchað er aftur :)

Nokkrir punktar:
Þolinmæði - láta gróa alveg áður en það er stretchað meira
Blóð - Það er ekki eðlilegt að það fossblæði
Hreinlæti - Það þarf að hugsa vel um gatið og hreinsa vel án þess þó að þurrka húðina. Einnig þarf að passa uppá að hafa hreinar hendur þegar maður stretchar.

Vona að þetta komi að góðum notum! ;)
- og endilega bætið við ef ég er að gleyma einhverju!