Jæja! Það vanntar meira líf og meira af korkum í þetta áhugamál =)

Svo nú spyr ég þig, kæri lesandi!


Hversu mörg göt ertu með?
Kanntu nafnið á þeim öllum?
Hvaða gat er uppáhalds gatið þitt?
Langar þig í fleirri göt?
Hvað varstu gamall/gömul þegar þú fékkst þér þitt fyrsta gat?
Ertu á móti eitthverjum götunum?
Er eitthvað gat sem þig langar í en ert of hrædd/ur við að fá þér?


Endilega svaraðu og sjáðu hvað öðrum finnst =)
Mín svör eru:

Hversu mörg göt ertu með?
- Ég er með 13 göt eins og er!:)

Kanntu nafnið á þeim öllum?
- Ekki alveg, eða ég er ekki alveg viss=) Held það samt!
er með 2x helix, 1x tragus, 8x lobe og nef og tungugat=)

Hvaða gat er uppáhalds gatið þitt?
- Það mun vera tungugatið =)

Langar þig í fleirri göt?
- Ó já! Mig langar í 2x lobe í viðbót og svo langar mig dálítið í industrial! eða bara annað helix!

Hvað varstu gamall/gömul þegar þú fékkst þér þitt fyrsta gat?
- Innan við ársgömul skilst mér. Fíknin byrjaði snemma, haha!

Ertu á móti eitthverjum götunum?
- Nei alls ekki! Það sem henntar hverjum og einum er frábært!

Er eitthvað gat sem þig langar í en ert of hrædd/ur við að fá þér?
- Rook! Finnst það koma svo flott út, en ég er svolítil skræfa á það, haha=)
Endilega kondu með svörin þín í kommentum!
ATH! engin skítköst, það er bara alger óþarfi.
,,If you haven't got anything nice to say, don't say anything at all"

Takk allir!
~ Systematic, Sympathetic