Nú var ég eiginlega bara búin að ákveða með sjálfri mér að fara niður á íslenzku húðflúrstofuna í dag eftir vinnu og ræða við Búra um flúr.

ég ætla að fá mér textabrot og jafnvel rún tengda textanum undir, ég er náttúrulega með nokkuð heilsteyptar hugmyndir um hvernig ég vil hafa flúrið, semsagt í hverslags textaútliti (hef verið að finna á netinu og prufa mismunandi skriftir) og slíkt.

Var svo að ræða þetta við vinkonu mína í gær, sem fór að velta fyrir sér og spurði mig hvort hann Búri flúri nú alveg texta? Ég segi nú bara já…meina allavega myndi ég halda það..

þannig að ég fór að velta fyrir mér hvort það sé á einhverjum og þá hvaða, tímapunkti sem flúrari myndi neita manneskju um flúr (Semsagt t.d. það að ég vil fá textabrot) Hann skrifar á heimasíðu íslenzku. að hann vinni custom made verk eftir hinum ýmsu fyrirmyndum.
er þá ekki mín hugmynd fyrirmynd sem hann vinnur svo fremur úr og teiknar eigin skrift, þó henni svipi til hugmyndarinnar minnar?
Ég veit ekki, en mér liði alveg óttalega kjánalega að koma og biðja um þetta tiltekna flúr og hann myndi neita. er það ekki bara, út úr kortinu að hann myndi gera það?

Svo stendur líka “tímapantanir” í sima .. á síðunni, en ég var að spá hvort það væri ekki betra að ég kæmi niðureftir og sýndi honum hugmyndina mína?