Hey, hey…

Ég er tuttugu ára gamall strákur að verða tuttugogeins.. Síðasta árið hef ég ætlað að fá mér tattoo, og hef hugsað mjög mikið um það sem ég ætla að fá mér.

Víkingarnir og ásatrúin hefur alltaf heillað mig mjög og ég hef ákveðið að fá mér tattoo í þeim dúr. Það sem ég hef ákveðið að að fá mér er stríðstilbúinn víkingur með stríðsexi á vinstri öxl. Fyrir neðann hann árasagjarnan úlf sem verður hans “companion”.

Á bakvið langar mig í Valkýrju.

Ég er svoldi “frustrated” af því að það er svo margt sem ég er að pæla í af því að þetta verður mitt fyrsta tattoo, ég veit voða lítið um það og að þetta skuli vera á húðinni minni það sem eftir er af ævinni, þannig að það er mjög mikilvægt fyrir mig að þetta sé gert vel, rétt og að ég verði ánægður með þetta. Ætla að skipta þessu niður í nokkra bita.

1. Myndin. Ég er með myndirnar uppí hausinn. Ég er því miður hörmulegur teiknari og veit alls ekki hvernig ég á að fá þetta niður á pappír. Það er mjög mikilvægt fyrir mig að þetta sé original, þannig að hvernig fer ég að? Googla og vona að ég finni eitthvað líkt? Held ekki.. Væri samt flott ef einhver gæti bent mér á art síðu sem eru með flottar epískar myndir af því sem ég er að leita eftir, kannski það hjálpi mér aðeins. Sérstaklega með valkýrjuna, ég er bara nokkurnveginn með sú mynd uppí hausnum, en það væri flott að sjá eitthvað epískt art. Ekkert anime eða mynd sem leggur mjög miklar áherslur á andlitsdrættir.

2. Tattooið sjálft. Það er mjög mikilvægt fyrir mig að tattooið sé vel gert. Ég vill ekki hafa tattoo sem lítur út eins og það komi frá tyggjópakka og sé bara klesst á öxlina á mér. Ég vill heldur ekki hafa tattooið svo ógeðslega vel gert þannig að það líti út fyrir að það sé límt á húðina á mér. Ég vill hafa tattoo sem lítur nátturulegt út, þannig að það er partur af líkamanum af mér. Hvernig finn ég út hvaða staður ég á að taka tattooið á? Hvernig finn ég góða menn? Ég bý í noregi og hef ekki hugmynd um hvert ég á að fara. Það eru engar internetsíður sem segja frá tattoo stöðum í bænum sem ég bý í (bergen). Ég væri alveg til í að fara til íslands að taka tattooið, ég hef heyrt að það séu góðir menn þar en er samt ekki viss um hvernig ég á að finna rétta manninn.

3. Þetta eru þrjú tatto. En ég vill hafa þetta combined í “eitt”. Væri það ómögulegt? Ég hef ekki hugmynd um hvernig það væri gert einu sinni..

Kæru hugarar, getiði gefið mér nokkur góð ráð? Ég væri innilega þakklátur ef svo.

kv BBP