Komið þið sæl! Ég hef enga reynslu af tattooum, en ég var að spá í að fá mér eitthvað núna bráðlega. En já eins og titillinn gefur til kynna þá langaði mér að fá að vita hvernig ferlið er. Þar sem ég bý úti á landi, gæti ég t.d. hringt og pantað tíma og mætt þarna og hvað, ef ég er ekki alveg búin að ákveða mig er þá stofan með einhverja bæklinga og svona? Ég var nefnilega að spá í að fá mér tattú á úlnliðinn með arabískum stöfum og er hann þá kannski með þýðingar á hverjum staf fyrir sig… eða hvað. Ég er búin að fletta í gegn um einhverja þræði, en fann allavega ekkert (lítið) þessu tengt. …Með von um góð svör.
Það er enginn tilgangur með lífinu ….það ert þú sjálf/ur sem skapar hann