Já, þannig er mál með vexti að ég var í dag staddur í House Of Pain og ætlaði að fá mér flúr.

Þessi útlenski flúrari hjá þeim (ekki Jason) ætlaði að setja það á mig og var búinn að teikna það allt upp og gera það helvíti flott.

Svo þegar það var komið að því að ég átti að fara í stólinn sagði hann að ég þyrfti fyrst að borga áður en hann myndi byrja. Á meðan ætlaði hann að taka fram nálar og blek og gera allt klárt.
Allt í lagi með það, ég fer að kassanum og ætla að borga en þá er mér sagt að ég þurfi að fara út í hraðbanka og taka út pening því posinn þeirra virkar ekki.
Ég fer þá út í hraðbankann við Landsbankann. En nei nei, þá er hann bilaður, þannig að ég labba til baka og fer í hraðbankann við Skífuna. Þar set ég kortið í og upp kemur á skjáinn “Kortið hefur verið tekið til geymslu”. Þar með hafði ég ekkert kort í höndunum og gat þar af leiðandi ekki fengið neinn pening sem leiddi til þess að ég gat ekki fengið flúrið mitt og greyið flúrarinn búinn að hafa mikið fyrir því að teikna upp flúr og gera allt klárt og tilbúið fyrir mig og svo gerist þetta :(

Og það sem er mest svekkjandi fyrir mig er að ég er að fara svo út á land að vinna og verð þar eiginlega allt sumar og þar af leiðandi er langt í það að ég geti pantað annan tíma í flúr :(

Helvítis fokking fokk!