hello, ég á í smá veseni með nefgatið mitt. Ég fékk mér gatið í febrúar og allt í lagi með það og ekkert vesen á því þá en svo svona 3 vikum seinna fór að koma svona hálfgerð “bóla” í kringum gatið sem þrýstir lokknum soldið upp. Ég fór strax til Sessu í tattoo og skart og hún lét mig fá BPA. Ég bar BPA alltaf á hverjum degi en allt kom fyrir ekki, þessi blessaða “bóla” bara fór ekki. Svo datt lokkurinn úr eitt skiptið og ég sá ekki gatið fyrir þessari “bólu” þannig ég þurfti að fara aðra ferð til Sessu og hún stakk í gegnum gatið, hún sagði mér þá að ég ætti alls ekki að sótthreinsa það heldur að bera bara milda sápu á það og í kringum það og þetta gerðist fyrir u.þ.b. mánuði síðan . Ég geri það og það virkar tímabundið þar til þess “bóla” kemur aftur í kringum gatið. Nú er ég farin að stinga með nál alltaf í þessa bólu þar til það fer að blæða og þá fer hún, en það er bara tímabundið sem hún fer. Ég er komin með Saltvatn og Sáravatn núna og hef aðeins verið að bera það á.

nú spyr ég ykkur, er þetta eðlilegt að hún skuli alltaf koma aftur og aftur? og vitið þið af hverju þetta kemur? ég er eiginlega orðin soldið ráðalaus =/
er þessi bóla tengd því að það gatið sé að gróa eða hvað?

http://tattoo.about.com/b/a/nosebumpblog.jpg

bólan er soldið svipuð þessu nema frekar hvítleitari.