Seinasta sumar fékk ég gat í geirvörtuna og hef verið í minniháttar vandræðum með það síðan. Við og við hefur verið að koma gröftur úr því en þá hef ég einfaldlega þrifið það betur og þetta hefur hætt.

Seinastliðnar 2 vikur hefur þessi aðferð samt sem áður ekki dugað. Þrátt fyrir góð þrif með saltvatni og BPA hefur gröfturinn ekki hætt að koma og í gær fór einnig að koma með þessu blóð. Það rennur ekki blóð úr gatinu en þegar það er kreist kemur örlítill gröftur og blóð blandað saman út.

Eins og gefur að skilja er ég orðinn frekar áhyggjufullur og veit ekki hvað ég á að gera. Ég las greinina um umhirðu gata og þá rakst ég á það að saltvatnið og BPA væri einungis til að fyrirbyggja sýkingu en ekki lækna hana.

Svo mín spurning er þessi, er þetta einfaldlega búið fyrir geirvörtugatið mitt og ætti ég að taka pinnan úr? Ef svo er, er í lagi að taka hann úr meðan það er ennþá sýking í gatinu?

Geirvartan er ekkert þrútin né er hún aum eða rauð, það eina sem er að þessi gröftur og núna blóðið.

Með fyrirfram þökk.