Ég er búin að vera með gat í naflanum í svona 5-6 ár. Fékk lokk fyrir svona ári sem ég setti í og þá var allt í lagi, svo hef ég alveg verið að skipta um lokka en fyrir nokkrum mánuðum setti ég þennan í og ákvað bara að hafa hann. Svo allt í einu byrja ég að fá svona pínulitlar bólur í kringum gatið sem mig klæjar ógeðslega í, samt var ég búin að vera með lokkin í langan tíma áður en þetta byrjaði.

Þetta eru ekki óhreinindi, þó ég sé búin að vera með gatið í mörg ár passa ég að þrífa það þegar ég fer í sturtu og svona.

Er hægt að fá bara allt í einu ofnæmi fyrir lokkum? :S