Hæ öll, fór áðan inn á síðuna hjá Íslenzku húðflúrstofunni og sá þetta á forsíðunni:

“Íslenska húðflúrstofan leitar að nema í húðflúrun.
Viðkomandi þarf að hafa mjög gott vald á teikningu, brennandi áhuga á faginu, góða framkomu og vera reglusamur/reglusöm í hvívetna.
Áhugasamir sendi inn umsókn á netfangið: hudflur@simnet.is
Sendið með nokkrar teikningar eftir ykkur og smá texta um ykkur með. Ef við viljum ræða við ykkur frekar HÖFUM VIÐ SAMBAND.
ATH! Einungis er tekið við umsóknum í gegnum þennan e-mail. Merkið e-meilinn í subject reitinn: ”Umsókn“. Ekki senda stærri pósta en 5-7mb.”

http://www.icelandtattoo.com/page.asp?pageID=9

Þetta er alveg einstakt tækifæri af því að það er mjög erfitt að komst í þennan bransa. Veit að hér eru margir sem hafa brennandi áhuga á húðflúrum, svo ég vildi bara vekja athygli á þessu.

kv. creampuff