Hæhæ, ég er ný hérna inná þessu áhugamáli. Er að fara að fá mér mitt fyrsta tattoo í næstu viku á Tatto&skart og ég get ekki beðið! Búin að lesa alveg heilan helling af þráðum hérna um umhirðu og annað tengt tattooum og bara takk fyrir allar upplýsingarnar :)

Mig var búið að langa í tattoo í mörg ár en aldrei getað ákveðið hvað og hvar. Svo gat ég loksins fækkað möguleikunum niður í 2 lítil tatto á sitthvorum úlnlið, f-lykil á þeim vinstri og g-lykil á hægri eða lyklana sameinaða í þessari mynd: http://img12.imageshack.us/img12/4030/picture1dcw.png á hægra herðablaðið. Og ég valdi herðablaðið :)

Ein spurning samt, sem ég hef ekki fundið svar við ennþá. Þegar maður kemur með mynd frá sjálfum sér á stofuna, þarf maður að hafa hana í nákvæmlega réttri stærð eða getur hann stækkað og minnkað að vild? Ég er nefnilega ekki alveg búin að ákveða stærðina eða nákvæma staðsetningu á herðablaðinu, svo ég var að spá hvort ekki væri hægt að tala um þetta við flúrarann?
Shadows will never see the sun