Sæll kæri hugari.

Þannig er mál með vexti að í sumar fékk ég mér gat í vinstri geirvörtuna, það var skemmtileg reynsla þar sem það var fyrsta gat og ég var sáttur með að hafa prófað.

Núna hef ég samt sem áður ákveðið að fjarlægja lokkinn úr gatinu og láta vaxa fyrir. Áður en ég geri það hef ég samt nokkrar spurningar sem ég var að vona að þú gætir svarað.

1. Hversu langan tíma tekur það fyrir gatið að gróa?

2. Ég hef alltaf verið í smá veseni varðandi sýkingar í gatinu og það hefur alltaf komið fyrir við og við að gulur gröftur vellur út úr gatinu í örlitlum mæli. Þarf ég að passa sérstaklega að engin sýking sé til staðar áður en ég tek lokkinn úr eða skiptir það engu máli?

3. Mun ég alltaf bera þess merki að hafa verið með gat og ef svo er munu þau verða mikil?

Með fyrirfram þökk
- rewp