Sko, þannig er málið..
Ég tróð 6 mm taper í eyrað á mér í gær.
og áður en þú spyrð;
já ég beið með að setja stærri taper í 2 vikur (og gott betur meira að segja)
Núna er eyrnasnepillinn þeim megin sjúklega bólginn, hann er meira en helmingi stærri en hinum megin (http://i41.tinypic.com/14w6lqc.jpg), engar ýkjur þar.
Þetta lýtur ekki mjög sýkingalega út, eh? Enginn gröftur eða ógeð allavega..
En er þessi bólga eðlileg? Eða þarf ég að gera eitthvað í þessu?

Bætt við 21. janúar 2009 - 16:32
Þetta er allt að hjaðna í dag, eyrað orðið miklu líkara sinni eiginlegu stærð og mér er hætt að vera illt í því.
Takk fyrir svörin :)
We're all mad here