ég er að fara í tattoo á morgun hjá jóni páli að fá mér half-sleeve sem ég er búinn að vera bíða í hálft ár eftir að gera en undanfarið langar mig eiginlega bara ekkert til þess.

mamma og pabbi sýna mér stuðning en mér finnst þau vera að gefa í skyn um að þetta sé léleg hugmynd hjá mér, sömuleiðis kærastan mín, henni finnst þetta bara ekkert sniðugt.

ég ætla að gera þetta sama hvað aðrir segja en það er samt leiðinlegt að gera þetta ef maður fær engann stuðning þar sem þetta er rosaleg ákvörðun.

Þetta er líka mitt fyrsta tattoo og er frekar stórt en mig langar ekkert að vera fá eitthvað lítið tattoo fyrst, til hvers? til að æfa mig eða?

mig langar bara í þetta eina og ég hugsa að þau verði nú ekkert mikið fleiri en þetta.

Bætt við 19. nóvember 2008 - 16:09
kannast einhver við þetta?
So does your face!