Kvöldið,

Ég byrjaði að stækka tunnelið mitt úr 3mm í 5mm í gærkvöldi klukkan hálf 8, kíkti aðeins í tölvuna og fór svo að sofa.

Svo þegar ég vakna hálf 8 um morgunin dagin eftir þá er taperinn kominn alveg útá enda á 5mm án neinnar hjálpar. =O

Eftir skóla í dag klukkan 13:00 tók ég taperinn úr og þá sá ég að það var blóð inní gatinu, svo ég reyndi að þurrka það mesta með klósettpappír.
Skellti síðan saltvatni í bómull og hélt því við eyrað í nokkrar mínútur. Svo setti ég aftur taperinn í eyrað og var að lýta á þetta rétt áðan, þá var enn blóð inní earlobe-inu :S


Svo spurningin er sú:

Hefur taperinn stækkar gatið of mikið meðan ég var sofandi þannig að í gatinu byrjaði að blæða eða er það kannski rifið?

Eða er þetta allt í lagi ef ég held áfram að bera saltvatn á eyrað 2svar á dag og ………??



Kveðja,
Anton.