Var að láta gata í mér tunguna núna fyrir helgi. Málið er að þetta er í annað sinn sem ég fæ gat, greri fyrir hitt fyrir um 2 árum. En núna var ég að skoða tunguna því mér er búið að finnast þetta eitthvað svo skrítið þegar ég er að taka burtu gröft sem kom fyrst og skola tunguna og svona og ég tók eftir því að það er rifið (sem gæti útskýrt af hverju tungan bólgnaði og kom gröftur núna en ekki síðast). Það er semsagt bara venjulega normal gat að neðan en ofan á tungunni er eins og hún hafi ekki stungið í gamla eins og hún ætlaði heldur aðeins við hliðina á því og rifnað á milli. Þanni að í satað gats kemur gat og svo örlítil rifa niður úr því =( er eitthvað hægt að gera í þessu? Grær þetta burtu og endar sem lítið gat eða verð ég bara alltaf með litla rifu þarna sem lokkurinn hendist til í =/