Þegar þið fenguð ykkur gat í tunguna, hve lengi höfðuð þið byrjunarlokkinn í? Þá meina ég ekki það sem er mælst til, heldur vil heyra af reynslu :) Ég hef verið með gat áður og þá hafði ég hann í viku. . . ekki lengur og gekk allt vel, bólgnaði varla(notaði samt ekkert munnskol eiginlega) og engin sýking nokkurntíman.
Nú er ég að fara aftur á eftir til að láta stinga í gegn aftur og er með miklar áhyggjur af loknum, ég er nefnilega ekki með stóran munn og ef þetta verður eins og í síðasta skiptið þá bólgnar tungan ekkert og ég er með alltof stóran lokk í litlum munni =/
Svo einhverjir aðrir sem hafa tekið hann úr “fyrir tímann” og gengið vel? Er nefnilega pínu smeyk við það :P

Bætt við 31. október 2008 - 22:13
Verð bara að segja ég get ekki lýst því hvað það er góð tilfinning að vera komin aftur með lokk :D þótt ég sé með full smágerðan munn og tungu fyrir svona stóran lokk