Æji ég nennti ekki að fara og leita í öllu korkunum til þess að gá hvort þessi spurning hefði komið áður sem ég býst þó fastlega við samt sem áður…
Allavegna þá fór ég á Tattoo og skart á föstudaginn og fékk mér tungugat. Þetta er fyrsta gatið mitt fyrir utan eyrun. Ég er búin að gera ALLT rétt sem stóð á blaðinu, sótthreinsa, nota tannþráð, skola eftir hverja máltíð með saltvatni og passa að fikta ekki neitt.

Málið er að núna er bólgan að mestu leiti farin úr tungunni, nema það er ennþá frekar bólgið rétt í kringum lokkinn (í svona hring)
Svo í dag tek ég eftir því að það kemur smá gröftur úr sárinu undir tungunni, klístarst svona við neðri kúluna. Ég þreif það bara með eyrnapinna og skolaði svo munnin með sótthreinsandi munnskoli. Núna er búið að koma öðru hvort í kvöld smá gröftur.
Það stendur samt á blaðinu sem ég fékk þegar ég var götuð að það væri eðlilegt að: vera bólgin í 3-5 daga, smá mar, eymsli og blæðingar. Svo stendur; Eftir það getur komið smá gröftur, einhver bólga.

Það er náttúrulega 3 dagurinn í dag, þannig að ég hef ekki hugmynd um hvort þetta sé eðlilegt eða ekki.
Ætti ég að hringja í Sessu á morgun og spyrjast fyrir um þetta, eða eru fleiri sem hafa lent í þessu og varð þetta allt í lagi?


Takk :)