Lést eftir að hafa látið gata tunguna


Ísraelskur hermaður lést á sjúkrahúsi í Jerúsalem eftir að hann lét gera gat í tunguna á sér, að sögn talsmanns spítalans. Fékk hermaðurinn sýkingu í heilann af völdum aukaverkana frá götuninni og lést í gær vegna lifrarbilunar.

Hermaðurinn var tvítugur og lét gata í sér tunguna í júlí í sumar. Nokkrum dögum síðar missti hann meðvitund og var fluttur á sjúkrahús þar sem læknar komust að þeirri niðurstöðu að hann hefði fengið sýkingu í heila. Slíkar sýkingar munu vera afar fátíðar.

Hermaðurinn var í mánuð á sjúkrahúsinu og jafnaði sig að mestu, en núna um helgina missti hann aftur meðvitund og lést. Talsmaður sjúkrahússins segir, að hafin sé rannsókn á því hvort mannleg mistök hafi átt þátt í því hvernig fór.”, sagði Morgunblaðið frá í dag, 22. september 2008.

Ég hef ekkert á móti tungugötunum; ég sendi þetta vegna þess mér finnst þetta frekar fyndið, og trúi heldur ekki að það sé einhver fræðilegur möguleiki að fá sýkingu í heilann vegna lélegs tungugats!

Hvað halda fræðingarnir á /Húðflúr? :)

M.b.kv.,
DAE