Eftir að hafa vafrað um netið langt fram eftir kveldi, hvað blasir ekki við mér á Mbl.is ?

Engin önnur er snilldar frétt um kallinn.

Verð bara að “paste-a” þess hingað, því þarna er sagt allt.

Varð tattúmeistari í Svíþjóð

Þetta kom mér verulega á óvart,“ segir húðflúrarinn Jón Páll Halldórsson, eða Nonni tattú, sem fékk fyrstu verðlaun á árlegri tattúráðstefnu í Stokkhólmi um síðustu helgi. Með honum í för voru félagar hans hjá Íslenzku húðflúrstofunni, þeir Fjölnir Bragason og Búri.

Jón Páll fékk verðlaunin fyrir besta litatattúið en keppt var í um tíu mismunandi flokkum. Alls tóku um eitt hundrað húðflúrarar frá 22 löndum þátt í ráðstefnunni, sem telst vera sú stærsta á Norðurlöndunum.

Jón var búinn að gefa upp alla von um verðlaunasæti eftir að tilkynnt hafði verið um þriðja og annað sætið, þegar nafn hans var allt í einu kallað upp. „Það er mjög góð tilfinning að sigra á svona stóru móti eins og þessu. Þetta var í fyrsta sinn sem við vorum þarna og ég grét eins og fegurðardrottning… eða svona næstum því,” segir hann, ennþá í sigurvímu.

Sigurlaunin fékk Jón fyrir risastórt húðflúr sitt á íslenskri stúlku sem tók eitt og hálft ár í vinnslu. Nær það alla leið frá læri og upp að brjósti. Lagði hann lokahönd á húðflúrið á ráðstefnunni. „Hún kom út og hitti okkur og ég kláraði það og setti hana í keppnina,“ segir Jón, sem húðflúraði íslenska fastakúnna sína alla helgina ásamt þeim Fjölni og Búra. Einnig var með þeim á bás náungi frá Kaupmannahöfn að nafni Alex sem þykir sérlega fær í sínu fagi.

Jón Páll segir þá félaga hafa lært mikið á ráðstefnunni. „Maður kynnist fólki sem er í bransanum og sér mismunandi nálganir. Standarinn þarna úti er mjög hár og þegar maður kemur heim fær maður þennan „metnaðarbúst” til að gera meira og betur, það er líka mikils virði," segir hann.

Til hamingju kall!

Bætt við 4. september 2008 - 16:29
Sry, það a´tti að standa “visir.is” ekki mbl.is
Fattaði það eftir að ég sendi….
SRY PPL