Ef þið ættuð endalausa peninga og foreldrar, aldur, atvinnumöguleikar og samfélagið væru engin fyrirstaða, hvað mynduð þið fá ykkur af flúrum, götum og öðrum modum??

Ég myndi byrja á að klára bakið mitt og svo myndi ég fá mér ermi… veit ekki alveg eftir hvern, en mögulega shige eða JP. Svo myndi ég fá mér dreka á lærið eftir Colin Dale og mögulega fá mér “skálm” á annan kálfann í svona ásatrúarstíl með Freyju og Frigg og fleiri gyðjum. Svo myndi ég fá mér annað gat í augabrúnina, rook, daith, industrial og 2-3 helix í eyrun. ohh…. langar…