Ætla að koma með smá forvitni :).
Var að pæla í þessu scarification. Samkvæmt þeim litlu upplýsingum sem ég hef aflað mér, þá skil ég ekki betur en að það er bara gert sár og svo verður það að öri.
Ef það er bara þannig, þá skil ég ekki hvernig það getur verið svona rautt alltaf eftir að það er búið að gróa. Mín ör eru að minnsta kosti alls ekki svona fagurrauð og þegar sár hjá mér eru að gróa verða þau frekar fljótt svona gul eða rauðbrún.
Er eitthvað sett í sárið svo það haldi sér svona? (Og líti þá út eins og t.d. blómin tvö sem einhver var með á bringunni, eða þetta fallega sem stelpan var með á síðunni minni mig. Þetta er hér í myndunum)
=)