Við bræðurnir erum að deila um það hvort það sé sniðugt að taka verkjatöflur þegar maður er í löngu sessioni.
Bróður mínum finnst alltaf gott að taka töflur bæði fyrir tímann og á meðan honum stendur.
Ég er hinsvegar alfarið á móti því, því þá finnst mér maður vera e-nveginn vera að svindla.. fattiðið mig?=P
Mér finnst partur af því að fá sér tattoo er að sjá það að maður hafi sjálfsagann í það að geta þolað sársaukann (ekki það að hann sé alltaf mikill) sem því fylgir.

Hvað finnst ykkur?

Painkillers eða ekki?
Afhverju og afhverju ekki?
What doesn't kill me will probably try again