Vá ég get ekki beðið. Mamma er búin að leyfa mér að fá mér tattú á meðan ég er úti [ég verð í Nýja Sjálandi í allt sumar] og ég er að dreeeeepast úr spenningi. Tattúið sjálft er engin skyndi ákörðun, allar konurnar í mömmu hlið á fjölskyldunni [meira segja þær sem giftust inní fjölskylduna] eru búnar að fá þetta eitt og sama tattú og ég er mjög ánægð að ég sé að fara bætast í hópinn og að það verði mitt fyrsta. Þetta er mjög fallegt márískt tattú og ætla ég svo að reyna finna eitthvað til að setja í kring sem sýnir íslensku ræturnar mínar. Kannski rúnir eða eitthvað, það kemur í ljós seinna þegar ég verð orðin eldri. Já og þetta verður staðsett á mjóbakinu, einfaldlega vegna þess að mér finnst þetta vera töff staður þó svo að þessi staður hefur nú verið merkt “trampstamp” staðurinn.

Svo eru önnur tattú sem ég er búin að vera að þvælast með í hausnum lengi.

Minningar tattú um afa. Kannski spil eða eitthvað, því sem ég man best eftir síðan ég var lítil og alveg bara þangað til að lést að hann elskaði að leggja kapal og kenna mér að spila. Stundum sat ég þarna tímum saman og bara horfði á hann leggja kapal.

Svo er tattú sem ég og besta vinkona mín erum svona að plana, og ætlum að fara saman og fá, ætlum að fá okkur svona lítil hjörtu annaðhvort á mjöðminni eða svona efst í náranum, það er ekki alveg ákveðið og mögulega “omglieknowai” og “omgliekwai” á ökklanum. Þessi orð hafa sérstæka þýðingu fyrir okkur þó að í eyrum annarra hljómar þetta einsog algjert BS[nema einn sem var viðstaddur xD Og hann hatar þegar við segjum þetta]

Svo er eitt og annað sem er að þvælast í kollinum en þetta er það sem er alveg 100% ákveðið. Er að pæla í eitt stykki á herðablöðunum en einsog ég segi er ég ekki viss.

Vá þetta dróst aðeins út, ég ætlaði nú bara skrifa um það sem ég myndi fá í sumar. Ójæja :]

Einhverfaaa <3
Meh.