Ég hef heyrt að naflinn geti farið að lafa ef maður fær sér gat í naflann (uppi). Er það satt? Færi þá væntanlega eftir því hvernig lokkurinn er and such, right?

Og ef svo er, gerist eitthvað svipað ef maður fær sér gatið neðra megin? (Skinnið er þynnra fyrir ofan naflann finnst mér.) Hef verið að pæla í að fá mér síðan ég var svona 13 (mátti það samt ekkert þá.. Veit ekki einu sinni hvort ég megi það núna.) en hefði sennilega aldrei fengið mér af ótta við að naflinn á mér yrði ljótur og lafandi.

Annars er þetta bara létt pæling, langar svolítið í gat neðra megin í naflanum, á samt sennilega aldrei eftir að fá mér. :P Gott að vita þetta bara.


Bætt við 20. mars 2008 - 19:49
Og svo þegar ég fæ leið á naflagatinu (býst nú ekki við því mig langi til að vera með þetta alltaf) og tek lokkinn út, þá grær ekki gatið, right? Og ef ekki, er það áberandi? Svona, í flestum tilfellum þá. Fer væntanlega eftir manneskjum.