Langar aå deila með ykkur mínu fyrsta sleevi.
Þannig að ég fór 15 ára gamal til Svans og lét hann flúra mig, þá var hann að byrja og var þetta eitt af hans fyrstu flúrum. En nú er ég 29 ára og nú liggja leiðir okkar saman á ný, en ekki íslandi heldur í Gautaborg á tattoo sýningu þann 28 mars næstkomandi.(Tattooexpo.com)Ég er mikill indjánamaður og verður sleevið indjána þema er með 7 flúr á mér og tengjast þau öll índjánum. Svanur er að hanna og finna myndir á fullu og erum við að leggja lokahönd á þetta. En ég bý í Danmörku þannig að við erum í síma og mail sambandi. Þemað verður þannig að það verður indjána höfðingin Chief Joseph og lítil indjána stelpa fyrir neðan hann og úlfshaus. Svanur hefur ákveðið að flúra mig upp á sviði og veit ekki hvað og hvað þannig að þetta verðu klikkað stuð og píning í 7-8 tíma undir nálinni. Svo mun ég koma með myndir þegar þessu er lokið.

Kveðja Jóhann