Lét gata á mér tunguna í dag og er ég þá núna með 2 göt í tungunni! Fyrra gatið, sem er einnig mitt fyrsta gat (fyrir utan eyru) lét ég gera daginn eftir fermingu.. Ástæðan fyrir seinna gatinu er bæði afþví mér finnst þetta ótrúlega flott (augljóslega) og einnig langaði mig að upplifa þetta aftur, enda löngu búin að gleyma tilfinningunni þótt hún sé alltaf óbeint í minningunni :)
Þetta var alls ekki vont, smá eymsli þegar lokkurinn fór í gegn en meira skrítin tilfinning ;) Mjög erfitt að útskýra.

Ég er rosa ánægð, aum, bólgin og mállaus :) En langaði bara að monta mig… Alltaf gaman að fá nýtt piercing / tattoo :þ