Langar að miða smá reynslu hérna.

Svo vill til að ég hef alltaf átt í veseni þegar ég fæ mér göt í eyrun og hef fengið endalausar sýkingar og enda alltaf á því að taka lokkana úr.
Öll göt sem ég hef fengið í eyrun hafa verið gerð með byssu í skartgripabúðum.

Núna fyrir fjórum mánuðum ákvað ég að láta reyna á þetta einu sinni enn áður en ég gæfist upp.

Ég fór í Clares í Wandsworth Center sem er shopping center hérna í London. Stelpan sem gataði á mér eyrun sótthreinsaði byssuna og allt sem hún notaði fyrir framan mig en ég hafði ALDREI séð það gert á Íslandi.

Ég er ekki búin að vera með neitt vesen í þessum götum. Ég vil trúa því að það er ekki hreinsað byssurnar almennilega á klakanum… að minnsta ekki á þeim stöðum sem ég hef farið á í fortíðinni.

Kv. Viskan