Ég var að velta því fyrir mér hvar væri hægt að fá lokka sem líta út eins og þessi típíski skotlokkur (þ.e.a.s. án steins, bara títan eða það sem lokkurinn er úr) í eyrnasneplagöt en samt eins og venjulegir lokkar að því leiti til að þeir eru ekki eins þykkir og með venjulegum lás?

Mér finnst óþægilegt að nota skotlokkana mína þegar ég er búin að vera með venjulega lokka í vegna þess að þá passa þeir varla í og ég þarf að þrýsta þeim í gegn.