Mig langaði bara að deila þessu með ykkur. Ég fékk tattoo bakteríuna bara áður en ég fékk fyrsta tattooið, og gata bakteríuna hef ég haft í nokkur ár.
Ég er með eitt stykki tattoo og 4 göt(missti naflagatið mitt fyrir stuttu, greri fyrir:'().
Næstu plön með húðflúr eru að fá mér 2 fiðrildi púlsmegin á hægri hendina.
Fá svo álf á mjöðmina. Ég hef samt verið að velta mér fyrir hvernig stíllinn ætti að vera, og ég er eiginlega meira að spá í svona drungalegan álf frekar en tinkerbell-like álf.

Næstu plön með göt eru allavega 2x lobe í viðbót sitthvoru megin(verð þá með 3), 2 helix sem hægt verður að setja gorm í, aftur í naflann, monroe og svo kannski í tunguna.

Núna er þetta plön sem gætu varið nokkur ár áfram svo það getur alltaf hent að ég fái ekki eitthvað af þessu. T.d. á mamma mín snyrtivörufyrirtæki, sem ég mun mjög líklega hjálpa henni með að vinna við. Kannski er ekki mjög traustvekjandi að vera á mikilvægum fundi með gat í vörinni?:/

Já, takk fyrir að lesa þetta, þetta voru bara svona hugrenningar^^
www.myspace.com/amandarinan