Sæl veriði öll. Nú styttist í að ég fái mér mitt annað tattoo og verður það ágætlega stórt project en það sem ég er að spá í er það hvort að það sé einhver séns að maður megi vera í íþróttum stuttu eftir tattooið?
Ég ætla að fá mér á upphandlegginn og ég æfi fótbolta og það sem mér myndi detta í hug væri að hafa eitthvað yfir tattooinu til að verja það.
Er yfirhöfuð eitthvað ráðlagt að vera í íþróttum nýbúinn að fá sér flúr og eru einhver ráð til að geta stundað íþróttir stuttu eftir tattoo?