Spila á þverflautu og er að fara að spila undir með hljómsveit í leikriti. Tungulokkurinn þvælist aðeins fyrir þannig ég var að spá hvort það væri allt í lagi að taka hann úr, og hvað þá mikið.
Ætla að taka hann úr allavega á general prufunum og á sýningum. Nema það sé í lagi að ég taki hann oftar úr, á æfingum og þannig.
Og líka, ef ég tekk hann úr, þarf ég þá að vera alltaf að stinga honum í gegn af og til svo það grói ekki?
Erum að tala þá um upp að 4 tíma æfingu og sirka 2 tíma sýningu, myndi ég giska á.

Bætt við 24. september 2007 - 19:19
Já, gleymdi einu sem gæti verið mikilvægt.
Það eru fjórar vikur síðan ég fékk gatið (4 vikur og 2 dagar ef við viljum vera nákvæm :P).
=)