ég fékk semsagt 2 helix göt í byrjun júní sem ég er að fara að setja industrial pinna í bráðlega.

ég var alltaf með smá kúlu fyrir ofan neðri lokkinn sem var ekkert að trufla þannig að ég pældi ekkert í því, svo í gær var komin sýking í þessa kúlu og ég stakk á hana og hleypti úr henni en það kemur alltaf aftur(vil benda á að þetta er fyrir ofan gatið ekki i gatinu sjálfu).
Er þetta eðlilegt að það komi svona kúlur við götin? Hafið þið lent í svona veseni með ykkar göt?

já og svo önnur spurning, er í lagi fyrir mig að taka lokkana úr í smástund til að spritta þá?