Í tilefni af því að ég nenni ekki að fara að sofa alveg strax og að mig langaði að gera tilgangslausan kork ætla ég aðeins að segja ykkur frá því sem ég er að dunda mér við þessa dagana.

Ákvað um daginn að láta loksins gata á mér hægri eyrnasnepilinn (aldrei verið með gat þar). Ætla síðan að stækka hann. Ástæðan er sú að mér finnst kjánalegt að vera með risatunnel í öðrum sneplinum en ekkert í hinum. Er semsagt kominn í 14mm í vinstri sneplinum. Eins og planið er í dag ætla ég að stækka bæði götin upp í 20-26mm og sjá svo til hvort ég stækki meira.

Í gær (þriðjudag) fékk ég Sessu svo til þess að stækka gatið í tungunni á mér úr 1,45mm upp í 2mm. Eftir ca hálfan mánuð (25. sept) ætlar hún síðan að stækka upp í 3mm, og svo hálfum mánuði eftir það fer ég upp í 4mm. Svo er planið að láta kljúfa.

Ég vona að þið hafið skemmt ykkur við að lesa um það sem ég er að dunda mér við varðandi göt og modification þessa dagana.