Ég var á tattoo og skart um daginn og var að fletta í gegnum myndirnar sem hanga á veggnum, og sá fullt af töff teikningum frá stofu sem er í Zagreb. Ég googlaði henni þegar ég kom heim, og verð að segja að Zele sem er þar virðist vera algjör snillingur. Ógeðslega mikið af flottum flúrum þarna, mér finnst mjög freistandi að reyna að panta tíma þar næsta sumar - ég er einmitt að fara til Króatíu. Er búin að vera að skoða síðuna þeirra (Linkur). Þeir gata líka, og Pælið í þessu!
Þetta er ekki bara industrial, þarna er pinninn rekinn í GEGNUM allt! *hrollur*

En já vildi bara tjá mig aðeins um þetta =) Ég ætla allaveganna að fá mér gat hjá þeim á næsta ári, ef ég fæ mér ekki tattoo.


Svo er ein pæling (svo ég sé ekki að gera tvo korka). Vinur minn er að fara að fá sér stórt tattoo núna í september. Ég sá þegar ég var að skoða flúrin á zagreb-síðunni að þeir flúra ekki yfir fæðingabletti. Er það eitthvað almennt? Ég hef aldrei pælt í því áður, en vinur minn er með mjög mikið af fæðingarblettum - meðal annars þar sem flúrið verður. Vitið þið eitthvað um það?