Er í asnalegum aðstæðum; Ég er búin að vera með æði að gata á mér eyrun og langar núna að fá mér bara eitt venjulegt í tunguna.
En Þannig er mál í vexti að ég er að fara í ferðalag núna um mánaðarmótin og kem ekki heim fyrren um áramótin.
Ég bólgna oftast mikið eftir götin í eyrunum og hef fengið sýkingu 2x og langar ekki að fara með mjög viðkvæmt gat út.
Þannig að spurningin mín er; Haldiði að tungan muni ná að gróa svona nokkurnvegin á þessum 9 dögum og er mikil sýkingahætta?

Allar ráðleggingar eru vel þegnar ;)