Jæja ég ætla að segja aðeins frá minni húðflúrs- og götunarsögu:)

Fékk mín fyrstu göt þegar ég var í kringum 4 ára. Var hjá vinkonu minni og mamma hennar vann við það að gata og eitt kvöldið ákvað hún bara að gata á mér eyrun án þess að láta mömmu vita. En þar sem mamma er frekar líbó var þetta ekkert mál:P

Ok var með þessi 2 göt þangað til rétt fyrir 18 ára afmælið mitt þegar ég fékk eitthvað drasl í útskriftargjöf og skilaði því á skartgripastofunni sem þetta var keypt á. Fékk 5000 kall til baka og fékk mér fimm göt þennan dag. 4 í eyrun fyrir ofan lobe götin og eitt í nefið. Án efa skemmtilegasti dagur í langan tíma:P

Ég hafði alltaf ætlað mér að fá tattoo, alveg frá því að ég var lítil þegar ég sá hardcore sjómannatattooið hans pabba:P Vissi bara ekki hvað. Fann svo loksins draumamyndina og pantaði mér tíma rétt eftir nítján ára afmælið mitt:)

Þetta var svo furðulega sársaukalaust að ég var næstum hlæjandi í stólnum, hafði nefninlega stressað sjálfa mig upp og bjóst við einhverju svakalegu en þetta var bara gaman:)

Næst á dagskrá er annað tattoo, á eftir að finna mynd og stað, hef svona óljósa hugmynd. Svo ætla ég að fá mér tragus í hægra eyrað:)

Já þetta er allt í bili.. Við sjáum til með meira:P