Mig langar að byrja á að segja að ég er ekki að gagnrýna þessa grein, er vel skrifuð og vekur fólk til umhugsunar.

Það sem er hins vegar að pirra mig er hvernig fólk er að bregðast við ummælum Dirtchamber, þetta var kannski ekki fallega sagt en málið er þetta átti að vera djók, það sem sumir hafa sagt hérna um hann er ekkert alltof fallegt og að mörgu leyti verra en “húmorinn” hans.
Ég er ekki að verja hann, en það að segja við hann að hann eigi eftir að upplifa einhverja svona ógæfu hvort sem það sé hann eða fjölskyldumeðlimur er ljótt, þetta eru andstyggileg svör, ég les þetta sem þið viljið að eitthvað gerist fyrir hann, og ef það er ekki verra en aulahúmor veit ég ekki hvað.
Fólk sem lendir í einhverri ógæfu, hvort sem það sé sjúkdómur eða slys, verður að geta brosað í gegnum þetta, annars verður batinn mun erfiðari.
Ég persónulega hef misst mikið undanfarin ár en ég get samt hlegið og brosað að skemmtilegum minningum, meira segja meðan á þessu stóð, fjölskyldan átti til að koma með skot sem margir hefðu talið óviðeigandi, en áttu að vera húmor og við tókum því sem húmor, ekki einhverju öðru.

Eins og ég sagði ég er ekki að taka einhvern einn fyrir vil bara að fólk hugsi aðeins áður en það segir eitthvað svona, við eigum öll að vera “vinir”og eigum að geta talað saman á málefnalegan hátt, hvort sem einhver kemur með komment sem þeim líkar ekki við.



Bætt við 18. júlí 2007 - 14:45
Damn titillinn átti að vera, varðandi greinina “Björgum grunlausum brjóstum”
Að vera eða ekki vera?…. Er það virkilega spurningin?