Var að lesa þráðinn “er ekki að fatta”, þó ég hafi ekki lesið svörin sem stelpan fékk skil ég hana alveg ágætlega.. þó mér finnist hún frekar ung.

Allavega er það þannig hjá mér að ég er 16 ára og ljóshærð, af sömu ástæðu og stelpan vildi mamma aldrei að ég gerði neitt við hárið á mér (og vil það heldur ekki sjálf núna)
En, ég má ekki fá mér nein göt (nema í eyru) eða tattoo fyrir 18 ára aldur. Ég skil kannski þetta með tattooið og myndi alveg bíða, en með götin, er ég ekki alveg með á nótunum. Þegar ég ræddi þetta við mömmu síðast í gær þá segir hún að ég myndi bara vera með göt í andlitinu ef ég tæki lokkana úr.
Ég er ekki alveg sammála því þar sem þetta grær að ég held, og maður fær ör. Húðin mín er svo mjög góð varðandi ör og grær ofsalega hratt, sbr. þegar leið yfir mig og ég lenti á steyptu gólfi með andlitið fyrst, og ég stokkbólgnaði öll en það gréri á rosalega stuttum tíma. Þurfti að sauma spor í nefið og það ör sést bara alls ekki nema maður viti hvað gerðist og horfi mjög vel.
Ég gæti líka alveg lifað með litlum örum, ég myndi ekki hata sjálfa mig held ég.
Mamma sagði við mig einusinni að hún myndi kannski leyfa gat í nefið, lítinn stein.. en mig langar bara ekkert í gat í nefið.

Mamma telur víst að það að fá sér göt og tattoo séu liður í “uppreisn” unglinga, til að fá að sjá hversu langt þeir geta gengið. Ég fyrir mitt leyti myndi í mesta lagi fá mér 1-2 göt í andlit og halda mig svo við eyrun, svo mér finnst það ekki alveg rétt hjá henni.

Þetta er kannski svolítið ruglingslegt en ég verð bara að segja að ég er nokkuð sammála þessari stelpu sem skilur ekki mömmu sína að banna, nema það að hún er kannski frekar ung, en ég allavega skil ekki af hverju mamma mín bara bannar í staðinn fyrir að rökræða. Þegar ég kem með góð rök segir hún bara “Nei! Ég er búin að segja nei og þetta verður ekki rætt meira.”