Jæja, hverjir fengu sér tattoo á ráðstefnunni og hvernig fannst ykkur?? Ég fór á laugardaginn og mér fannst þetta æði! Reyndar fannst mér staðurinn verri en í fyrra, töluvert minna pláss og rosalega heitt og þungt loft. Ég fékk mér ekki neitt, en fannst rosalega gaman að fylgjast með snillingum að verki. Hugmyndaflugið fór alveg á háflug og ég er komin með fullt af hugmyndum. Hver veit nema einhver þeirra verði að veruleika á næstu mánuðum :)