Jæja, lét þá loksins verða að því að byrja á half sleeve-inu mínu.
Mætti til Svans kl: 1130 og gekk út með útlínur af einstaklega flóknu lótusblómi undir handlegginn og koi fisk útlínur upp á öxl.
Kem með myndir eftir annað session og kannski almennilega sögu, en það sem ég vil tala um núna er í sambandi við húðflúr á innri handlegg. Það var ekki jafn vont og ég hélt að það myndi verða sérstaklega eftir lýsingar PraiseTheLeaf en hins vegar þolir maður ekki eins lengi við og ég er aumari núna en ég hefi nokkurn tíman verið í húðflúri, eftir þá þolraun þá leið mér eins og það væri nakin kona að kitla mig með hrafnsfjöður á öxlinni og ég gæti hafað verið í stólnum í nokkra klukkutíma í viðbót.
P.S.
Ef að þið öskrið voða mikið á skal ég senda inn mynd með flúrunum.