Jii ég er að vinna á stað þar sem er svoldið mikið af stuck-up gömlum kellingum… Ég er með nokkuð af götum og er ekki að fela þau, enda er þetta ekkert afgreiðslustarf. Ég svara einstaka sinnum í símann, en oftast er ég bara við mína tölvu að vinna mitt starf, sem ég geri bara frekar vel.

Það liggur við að í hverju einasta hádegishléi eða kaffipásu fái ég spurningu eins og “af hverju ertu að gera þér þetta?” “Áttu ekki eftir að sjá eftir þessu?” “Jii mér finnst þetta svo ósmekklegt…”

Af hverju eru gamlar kellingatussur að skipta sér að mínum götum? Hvernig myndu þær bregðast við ef ég myndi labba að einni þeirra og segja “jii veistu, þessi skyrta er EKKI að gera sig… af hverju gerir þú sjálfri þér það að vera í henni?? Ég væri svooo farin heim að skipta um föt!”
Það yrði allt brjálað. Af því að ég er brjálaður unglingur sem enginn nær að hafa stjórn á, ekki einu sinni mamma mín sem er einn af deildarstjórunum þarna. Ég er alltaf dóttir hennar. Og greinilega svarti sauðurinn, fyrst ég fíla það að fá nálir í gegnum líkamshluta (sem eru oftast bara eyrun) og hengja stál í mig.

Ég sver, ég á eftir að svara einhverri með skot á fötin eða hárlitinn hennar…. “Þessir gráu lokkar eru nú orðnir svoldið ríkjandi, Gunna mín… Búðin hérna niðri selur hárlit, þú ættir kannski að kíkja á þá!”


Btw ég er að byrja að stækka einn snepilinn :) w00t