Sæl öll,

Ég fékk með fimmta tattooið mitt um daginn. Þessi fjögur sem ég var með fyrir eru frekar lítil og nett. Þegar ég fékk hvert og eitt þeirra, var það kannski ekkert svakalega útpælt fyrirfram, en um leið og þau voru komin á varð ég ekkert smá ástfangin af þeim. Núna finnst mér þau bara eins venjuleg og sjálfsögð og fæðingablettir (nema miklu smartari ;)).

Fimmta tattooið fékk ég mér fyrir tveim vikum síðan. Það var gert af manni sem ég hitti fyrst fyrir sjö árum síðan þegar hann teiknaði og gerði eitt fallegasta tattoo sem ég hef séð á vinkonu mína. Í þessi sjö ár hef ég verið að bíða eftir að geta fengið tattoo hjá honum.

Loksins kom svo að því að hann kom til landsins, ég fór til hans og hann skissaði á mig eitthvað sem mér leist mjög vel á (auðvitað er samt aaaaallt annað að sjá eitthvað rissað á sig með rauðum túss en þegar tattooið er komið á með öllum skyggingum og læti). Hann var síðan í tvo tíma að húðflúra mig. Mér fannst það rosalega fallegt þegar hann var búinn, hef aldrei fengið mér svona stórt tattoo áður (það er á síðunni og nær frá mitti og niður á mjöðm/læri).

Þegar ég kom heim byrjaði ég strax að sjá eftir þessu, fannst það svo massívt stórt og bara… ekki minn stíll. Núna, tveim vikum seinna, er ég farin að venjast því og stundum er ég alveg sátt, en stundum sé ég roooosalega eftir þessu.

Mig langar í rauninni að athuga hvort einhver annar hafi lent í svipuðu/sama? Á þetta eftir að venjast og verða hluti af mér eins og hin, eða verð ég alltaf svona hálfósátt?

kv. creampuff

p.s. skal senda inn mynd af húðflúrunum mínum þegar ég er búin að fá einhvern til að taka almennilega mynd af þeim.