Þetta er måske ekki í eðli sínu nöldur, meira svona spuring um fræðslu og ég set þetta hérna því þetta er eftst korkurinn og kemur “Body Modification” við.

Ég var í sakleysi mínu að skoða myndirnar hérna og ég rakst á (eins og er) 3ju myndina hérna, 6 stjörnur á höndunum á einhverjum gaur.
Þar talar PraiseTheLeaf um einhverja síðu sem heitir www.bme.com, nefnir hún síðuna til þess að skjóta niður yfirlýsingar einhvers að sjörnurnar séu fake.

Ég ákveð að kíkja inn á umrædda síðu og fer að skoða mig um, þarsem ég ber enga fordóma gagnhvarft húðflúrun og götum, hef mikin áhuga á þessu reyndar, þá kom mér það á óvart hversu mikinn ugg ákveðinn hluti síðunnar vakti.

Umræddur hluti síðunnar hét “Extreme Body Modification”, ég ákvað að taka svokallaðan “Tour” af þessu og myndirnar sem ég sá þar voru vægast sagt truflandi, samt ekkert sem fór ÞAÐ mikið yfir strikið, CBT(cock and ball torture) og göt á þannig stöðum eru nokkuð þekkt fyrirbrigði og að vísu fannst mér sumar myndirnar ógeðslegar þá komu þær mér ekki á óvart, þannig séð. Svo voru myndir af fólki að setja Læknisnálar í typpi, sköp, endaþarma og allt þar fram eftir götunum og aftur, komu þær myndir mér ekki á óvart því þetta er sem best ég veit partur af þeim kvalarlosta sem fylgir BDSM, myndirnar voru samt sem áður sumar frekar ógeðfelddar(50 nálar í endaþarm anyone?).

Svo loksins kom ég að því sem ég skrifaði þennan þráð útaf, myndir af geldingum, myndir af mönnum með (ógróin) af-skorin kynfæri og síðast en alls ekki síst, umskornir kvenmenn(snípurnn klipptur af, ein mjög mjög truflandi mynd af því) og það sem mér fannst hvað ógeðslegast, mynd af konu sem var búin að láta slípa niður á sér sköpin(og þakka ég guði að þessi mynd hafi verið tekin eftir að þetta var allt gróið) og leit þetta út eins stórt ör með 2 götum.

Þannig að ég spyr, er þetta eitthvað sem fólk er allmennt að stunda eða er þetta fólk á BMEzine síðunni snarbilað í kollinum?

Bætt við 23. mars 2007 - 11:55
fyrirgefið, síðan heitir www.bmezine.com