Jæja!
Ég veit ekki hvort þessi þráður sé sérstaklega áhugaverður en nú ætla ég að gera smá tilraun til að lífga upp á áhugamálið.

Ég fékk göt í eyrun þegar ég var 5 ára. Ég man ansi lítið eftir því en þau eru þarna:p
12 ára gömul fékk ég helix vinstra megin og var voða stolt af því. Endaði nú samt með að ég þurfti að taka það úr vegna heiftarlegrar sýkingar.

Þessi sýking var ekki nóg til að hræða mig og þegar ég var á 14 ári fór ég að gata eyrnasneplana mína meira og bætti við 4 götum á u.þ.b. ári. Ég gerði það sjálf og það hefur aldrei verið neitt vesen með það.
Svo lét ég gera annað helix í London á sama ári og það er enn allt eins og það á að vera:)
Naflagatið mitt fékk ég líka þegar ég var 14 ára en ég tók mömmu með til Fjölnis að láta að gera það. Það var allt of lítil húð í því (ef þið skiljið) og það er ekkert sérstaklega flott því sama hversu lítill lokkurinn er sem er í, er hann alltaf u.þ.b. helmingi stærri en hann ætti að vera. Að öðru leyti hefur alltaf gengið vel með þetta, ég hef tekið það úr en þar sem það var svo líil húð í þessu er það bara ljótt ef það er enginn lokkur í. Soldið súrt!

Ég fór að suða í mömmu aftur þegar ég var 15 og þá var það tattoo sem ég vildi. Og fékk:) Svanur gerði voða sætt krabbamerki á upphandlegginn á mér og ég hef aldrei séð eftir því, það er mjög fínt eins og það er en samt sem áður eru möguleikar á að gera meira út frá því.

Hálfu ári seinna fór ég að nöldra aftur og vildi fá nýtt tattoo í þetta sinn neðst á maganum, við hliðina á mjaðmarbeininu. Ég mátti fá mér jurtatattoo því það átti að hverfa með tímanum og móðir mín vildi ekki að það væri varanlegt þar sem það yrði á þessum stað.
Maður pælir held ég ekki nógu vel í myndinni þegar maður heldur að þetta fari aftur af og því sit ég uppi með frekar ugly rós.
Þetta forljóta tattoo er þar enn og er ekkert á leiðinni að fara núna tæpum 6 árum seinna. Ég á sem betur fer vinkonu sem vill laga þetta fyrir mig bráðlega.. (ég bý í DK svo þetta er ekki ólöglegur flúrari)

Svo varð ég 16 ára og úps, mamma bustaði mig við að reykja og ég ákvað að notfæra mér það.. Samningaviðræðurnar enduðu þannig að ég fengi gat í tunguna ef ég hætti að reykja. Ég hætti að reykja í mánuð og fékk mitt gat:p (jesús hvað ég var hryllilegur krakki:S) Sverrir framkvæmdi það og það hefur aldrei verið neitt vesen með það.

En svo hætti ég að þrýsta á mömmu eftir það og beið bara eftir að ég yrði 18 ára eftir að gera eitthvað. Síðan hef ég fengið mér gat í nef og vör. Það í vörinni hef ég samt tekið úr því það pirraði tennurnar svo mikið.

Næst verða tattoframkvæmdir á listanum en ég held ég sé búin með piercing, amk í bili:)