Hæ!
Ég er með 4 tattoo og langar í fleiri. Er með á mjóbakinu, mjöðminni, púlsinum og ökklanum.

Fékk mér á mjóbakið þegar ég var 16 ára og var það gert á Portúgal. Mjög vel gert og er rosa ánægð með það.
Annað tattooið mitt fékk ég mér á nárann. Þá fór ég til Búra og hann gerði þetta líka mjög vel, þurfti að vísu að laga smá því það rifnaði smá upp úr. Hann gerði það alveg frítt fyrir mig og ekkert mál.
Það þriðja er ég með á ökklanum og Santana gerði það. Vel gert.
Svo fékk ég mér stjörnu á púlsinn hjá Vincent fyrir nokkrum mánuðum. Það heppnaðist ekki vel og er illa gert, með klessum og mjög sjúskað. Talaði við Búra um að laga það og ég ætla að fara til hans bráðum. Lagfæring kostar ákveðið mikið og þá ætla ég frekar að fá mér annað tattoo og láta hann laga þetta í leiðinni.

Málið er að ég er uppiskroppa með staði!
Hvaða staðir á líkamanum finnst ykkur flott að vera með tattoo? Endilega svara:)