Jæja þá var loksins komið að því að byrja á tattúinu sem ég er búinn að vera með í hausnum í ca 10 ár (já ég er einstaklega þolinmóður gaur). Ég talaði við Búra í fyrra upp á að gera tattú á bakið og eftir hafa reynt að fá teikningu frá öðrum en ekkert gengið, teiknaði Búri stykkið í byrjun árs og og svo var byrjað föstudaginn síðastliðinn.
Hluta af myndinni getið þið séð hér:
http://icelandtattoo.com/page.asp?pageID=11&gallery=19&large=0

Ég átti tíma kl 11 en var svo sestur í stólinn rúmlega 12 og sat í honum að verða 5, með nokkrum stuttum pásum. Fyrstu 3-4 tímarnir voru bara svona venjulegir en síðan þegar hann fór að skyggja það sem hann var búinn með byrjaði sársaukinn fyrir alvöru. Fyrir mína parta dofna ég ekki upp heldur verður þetta bara verra og síðasti klukkutíminn verð ég að segja hafi bara verið algjört hell, orðinn mjög aumur.
Sem betur fer átti Búri tíma kl 5 þannig að ég þurfti ekkert að gefast upp. Var samt alveg við það en planið var að tattúa aðeins meira í þetta skiptið.
En ef þið kíkið á myndina, þá kemur annar gaur beint á móti þessum og þeir halda síðan um sverð sem kemur niður eftir hryggjasúlunni (get ekki sagt að ég hlakki til þegar það verður gert :) )
Næsta session verður annaðhvort eftir ca 2 vikur eða eftir meira en mánuð. Þá verður skyggt meira og byrjað hinumegin á bakinu. Síðan verður væntanlega settir litir í þetta, hlakka til að sjá þá því litirnir hjá Búra er mjög flottir.
Set a man a fire and he'll be warm for the night.