Jæja, held það sé kominn tími á sögustund…

Þann 5 janúar átti ég tíma hjá Búra í flúr, mætti tímanlega og spjallað við hann um það sem ég vildi láta gera og það sem átti að gera við.
Ég hafði teiknað hrútsmerkið kvöldið áður og bað Búra um að stílísera það fyrir mig en við höfðum verið í e-mail sambandi áður vegna leturgerðarinar á höndinni á mér en það tók smá tíma að finna sama letur og er á “Minning”.

Búri byrjaði á því að smella á mig “Von” þetta er rosalega lítið og því lítil vinna en erum við sammála um að aðeins þurfi að breikka letrið en það verður gert þegar ég fer til hans í mars.
Eftir að “Von” var lokið varð maður að strippa (fór ekki öllu 'ðarna), var ein furðulegasta tilfinning ever að vera hálfnakin fyrir framan karlmann sem ég þekki lítið sem ekkert.
Ég fann lítið fyrir því þegar hann var að flúra á mig hrútsmerkið en það er á hægri mjöðminni á mér og tekur sig endalaust vel út þar.
Þegar hann lauk þessu bað hann mig um að kíkja í spegil sem er þarna inni í horni hjá þeim og segja sér hvað mér fannst, ég held ég hafi sjaldan verið eins fjári ánægð þrátt fyrir það að ég væri afar rauð enn og sæmilega blóðug.
Síðast en ekki síst fórum við í smá rework, málið er það að árið 2003 var mér gefið flúr í afmælisgjöf og var það ekki beint vel gert og hafa flúrarar aðrir en sá sem gerði það sagt að það hafi litið HRYLLILEGA út og varla væri hægt að þekkja það sem Trinity Knot.
Mest vinnan í þessu sessioni hjá Búra var í reworkinu og þegar hann var að reyna að átta sig á því hvernig væri hægt að vinna með, framhjá og í það sem fyrir var, á endanum kom þetta þó allt saman og gæti ég ekki verið sáttari, núna næstum 4 árum eftir að hafa fengið Trinity Knot upprunalega er ég með hann eins og hann á að sér að vera og eins og ég vildi hann.

Eftir flúrunina ræddum við Búri smá saman vegna þess að ég er með ofnæmi fyrir kreminu sem er mikið bent sem græðandi á ný flúr.
Keypti ég hjá honum krem sem heitir Easy Tattoo og gerði það svo sannarlega sitt gagn, er fremur græðandi og ekki kláðadjöfull eins og það sem ég hafði notað áður.

En ég á tíma aftur hjá Búra í næsta mánuði til að fá mér eitt flúr til viðbótar og verð ég að segja að ég hlakka fremur mikið til.

Care. Taran