Jæja það koma að því að ég var rekinn sem stjórnandi hér á áhugmálinu sem er væntanlega vegna þess að ég hef ekki verið virkur undafarið og útskýringin á því getið þið lesið ef þið viljið í nýjustu grein minni um Irezumi..

Eitt vil ég segja, það er að ég vil lýsa gríðarlegri óánægju minni á Praistheleaf og Kronoz. Þessi óánægja er vegna hræsni í minn garð sem fólst í því að í staðin fyrir að ræða við mig um það að þau væru óánægð með vinnu mína (eða skort á henni) þá fóru þau beint til vefstjóra og báðu um að ég yrði rekinn sem stjórnandi. Þetta þykir mér leiðinlegt, en lítið sem ég gert í þessu máli. En eins og sagan hefur kennt okkur verða alltaf til hræsnarar og að við hér á Íslandi búum við lýðræði og í lýðræði ræður meirihlutinn.

Ég vil samt sem áður skila hamingju óskum til Raggagrl með nýju stöðuna og efa ég ekki að hún sé mjög hæf í starfið og eigi bara eftir að gera góða hluti fyrir þetta svo mjög ágæta áhugamál.

Ég ætla mér að halda áfram að stunda þetta áhugmál og skrifa greinar þegar ég get og mér dettur eitthvað sniðugt í hug.

kv. Liverpool

p.s. Vinsamlegast ekki eyða þessum kork þó svo að ykkur háttvirtu stjórnendum líki ekki við innihald hans þar sem að ég á rétt á skrifa mína hlið á málinu og mitt álit. Það eru ekki ærumeiðingar í þessum orðum og þannig að þessi korkur stenst öll lög lýðræðisríkisins Ísland um tjáningarfreslis lög.