Húðflúrari kærður
Argentínskur fótboltaaðdáandi kærði húðflúrara fyrir að húðflúra typpi aftan á bakið á honum í stað þess sem hann bað um.

Táningurinn sem varð fyrir þessu sagðist hafa beðið um fótboltamerkið af uppáhalds liðinu sínu, en þar sem húðflúrarinn hélt með öðru liði húðflúraði hann typpi í stað merkisins.

Táningurinn sagðist ekki hafa séð hvað hann var að gera þar sem þetta var á bakinu á honum og enginn spegill til að fylgjast með.